Veðskuld slhf., félag í rekstri Kviku eignastýringar hf., birtir ársreikning sinn fyrir árið 2023.

  • Afkoma sjóðsins á árinu nam 0 kr. samkvæmt rekstrarreikningi þar sem skuldabréfaeigendur fá afkomu félagsins reiknaða í formi vaxtaauka á útgefin skuldabréf.
  • Heildareignir námu 3.918 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi.
  • Eigið fé sjóðsins nam 5 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi.
  • Ársreikningurinn var endurskoðaður af Deloitte ehf. Það er álit þeirra að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2023, efnahag þess þann 31. desember 2023 og breytingu á handbæru fé á árinu 2023, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga og lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Nánari upplýsingar um ársreikning Veðskuldar slhf. veitir starfsfólk Kviku eignastýringar hf. í síma 522-0010.

Attachments