Reykjavík, Ísland, 24. maí 2023 – Hampiðjan („félagið“), leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í þróun, sölu og þjónustu á framúrskarandi veiðarfærum til fiskiskipa, búnaði til fiskeldis og þróun og framleiðslu á ofurköðlum, hefur birt lýsingu vegna almenns útboðs og fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.

Helstu upplýsingar um hlutafjárútboð og fyrirhugaða töku til viðskipta á Aðalmarkaði

Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar:

Hlutabréf Hampiðjunnar hafa verið skráð á íslenskan hlutabréfamarkað í einni eða annarri mynd í hartnær fjóra áratugi. Það er okkur því mikið ánægjuefni að tilkynna um fyrirhugaða töku til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland, samhliða almennu útboði á nýju hlutafé til að styðja við kaup Hampiðjunnar á norska félaginu Mørenot. Andvirði hlutafjárútboðsins mun nýtast í þeim tilgangi að endurskipuleggja skuldir Mørenot og fjármagna frekari uppbyggingu á framleiðslueiningum Hampiðjunnar til að nýta þau miklu samlegðartækifæri sem felast í kaupunum. Hampiðjunni hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum áratug og hafa tekjur margfaldast á tímabilinu með fyrirtækjakaupum og innri vexti. Hampiðjan er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu, þróun og þjónustu við veiðarfæri, fiskeldi og útsjávariðnað. Með hlutafjáraukningu og kaupum á Mørenot styrkist sú staða umtalsvert og gefur okkur tækifæri til enn frekari vaxtar á helstu mörkuðum félagsins.

Um Hampiðjuna

Nánari upplýsingar

Arion banki hf. hefur umsjón með almenna útboðinu og töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.

Nánari upplýsingar um Hampiðjuna, hlutabréf félagsins og skilmála útboðsins má finna í lýsingu félagsins sem dagsett er 24. maí 2023 auk fjárfestakynningar sem birt hefur verið á www.arionbanki.is/hampidjan.

Aðstoð vegna útboðsins má nálgast hjá Verðbréfaráðgjöf Arion banka í síma 444-7000 milli kl. 09.30 og 15.30 dagana 25. maí til 2. júní 2023 og tölvupóstfanginu hampidjan@arionbanki.is.

Publication of Prospectus and Hampiðjan‘s Public Offering

Reykjavík, Iceland, 24 May 2023 – Hampiðjan (the „Company“), a world leader in developing and servicing products for the fisheries, aquaculture and offshore industries, has published a Prospectus in relation to a public offering and listing on the Regulated Market of Nasdaq Iceland.

Key information on the public offering and intended listing on the Regulated Market of Nasdaq Iceland

Hjörtur Erlendsson, CEO of Hampiðjan:

Hampiðjan‘s shares have been listed on the Icelandic stock market in various forms for almost 40 years. As such, we are proud to announce a proposed admission to trading on the Regulated Market of Nasdaq Iceland, alongside a public offer of new shares in order to support Hampiðjan‘s acquisition of the Norwegian company Mørenot. The offering proceeds will be utilized to reorganize Mørenot‘s debts and to finance further delelopment in Hampiðjan‘s production facilities, in order to capitalize on the substantial synergy opportunities involved in the acquisition. Hampiðjan has grown significantly in the past decade and revenues have multiplied in the period through acquisitions and internal growth. Hampiðjan is a world leader in producing, developing and servicing products for the fisheries, aquaculture and offshore industries. The offering and acquisition of Mørenot will strengthen Hampiðjan‘s position significantly and create opportunities for further growth in the company‘s main markets.

About Hampiðjan

Further information

Arion banki hf. acts as the Manager of the public offering as well as the admission to trading of the Company’s shares on the Regulated Market of Nasdaq Iceland hf.

Further information on Hampiðjan, the Company’s shares and the terms of the public offering can be found in the Company’s Prospectus, dated 24 May 2023, in addition to an investor presentation, both of which have been published on www.arionbanki.is/hampidjan.

For assistance regarding the public offering, please contact Arion Bank Securities Services by telephone, +354 444-7000 between 09:30 GMT and 15:30 GMT on 25 May to 2 June, or by email hampidjan@arionbanki.is.