Á fundi stjórnar Ölgerðarinnar þann 21. apríl 2023 tók stjórn ákvörðun um að veita stjórnendum og tilteknum lykilstarfsmönnum kauprétti að samtals 59.500.000 hlutum í félaginu, eða sem samsvarar um 2,1% af hlutafé Ölgerðarinnar. Ákvörðunin byggir á samþykkt aðalfundar frá maí 2021. Kaupréttirnir voru veittir framkvæmdastjórn og tilteknum lykilstarfsmönnum. Þar af var forstjóra og meðlimum framkvæmdastjórnar veittur kaupréttur að samtals 31.500.000 hlutum, sem skiptast jafnt milli umræddra starfsmanna.

Kaupréttarsamningunum er ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins til lengri tíma. Skilmálar þeirra eru í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem samþykkt var á aðalfundi Ölgerðarinnar hinn 19. maí 2022.

Meginefni kaupréttarsamninganna er eftirfarandi:

Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Ölgerðin hefur veitt starfsfólki sínu nemur nú 136.375.000 hluta, eða um 4,9% hlutafjár í félaginu, og er þá meðtalin þessa nýja úthlutun kauprétta. Heildarkostnaður félagsins vegna nýju samninganna út nýtingartímann er áætlaður um 162 milljónir og er þá byggt á reiknilíkani Black-Scholes.

Í viðhengi má finna gildandi starfskjarastefnu Ölgerðarinnar.

Viðhengi