Í 19. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu segir að ef útgefandi lækkar hlutafé skuli hann við fyrsta tækifæri og í síðasta lagi á síðasta viðskiptadegi þess mánaðar er breytingar eiga sér stað, birta opinberlega heildarfjölda hluta og heildarfjölda atkvæða.

Það tilkynnist hér með að heildarfjöldi hluta í Símanum hf. er í dag, 31. mars 2023, kr. 2.775.000.000 að nafnverði og fylgir eitt atkvæði hverjum hlut í félaginu. Félagið á 21.248.667 eigin hluti. Vísað er í tilkynningu frá félaginu um lækkun hlutafjár frá 15. mars 2023.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving fjárfestatengill Símans í netfangi fjarfestatengsl@siminn.is.