Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 27. janúar 2023 og var henni hrint í framkvæmd þann 30. janúar 2023, sbr. tilkynningu til kauphallar þann 27. janúar 2023. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.
Í 9. viku 2023 keypti Reitir fasteignafélag hf. 650.000 eigin hluti að kaupverði 53.387.500 kr. skv. sundurliðun hér á eftir:
Dagsetning | Tími | Keyptir hlutir | Gengi | Kaupverð | Eigin hlutir eftir viðskipti |
27/2/23 | 12:24 | 100.000 | 83,75 | 8.375.000 | 20.290.000 |
27/2/23 | 14:42 | 100.000 | 83,00 | 8.300.000 | 20.390.000 |
28/2/23 | 10:20 | 150.000 | 81,75 | 12.262.500 | 20.540.000 |
1/3/23 | 09:37 | 150.000 | 81,25 | 12.187.500 | 20.690.000 |
2/3/23 | 09:36 | 150.000 | 81,75 | 12.262.500 | 20.840.000 |
Samtals | 650.000 | 53.387.500 | 20.840.000 |
Reitir hafa nú keypt samtals 3.340.000 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 55,7% af þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt núgildandi áætlun.
Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals 285.172.500 kr. sem samsvarar 51,8% af þeirri fjárhæð sem að hámarki verður keypt fyrir. Reitir eiga nú samtals 20.840.000 eigin hluti, eða um 2,73% af heildarhlutafé félagsins.
Samkvæmt núgildandi endurkaupaáætlun verða að hámarki keyptir 6.000.000 hlutir og fjárhæð endurkaupanna verður aldrei hærri en 550 milljónir króna.
Upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416 eða á einar@reitir.is.
