Hluthafafundur Ljósleiðarans hefur samþykkt fyrir sitt leyti að gengið verði frá samningum við Sýn á þeim forsendum sem fyrir liggja í yfirstandandi einkaviðræðum fyrirtækjanna og tilkynnt var um 5. september sl.
Einnig hefur Ljósleiðarinn aflétt fyrirvörum í samkomulaginu frá 5. september um áreiðanleikakönnun og fjármögnun.
Tengiliður:
Breki Logason
stjórnandi samskipta
breki@ljosleidarinn.is
