Í 48. viku 2022 keypti Vátryggingafélag Íslands hf. (VÍS) 5.750.000 eigin hluti fyrir kr. 104.103.750 eins og hér segir:
Dagsetning | Tími | Keyptir hlutir | Viðskiptaverð | Kaupverð (kr.) | Eigin hlutir eftir viðskipti |
28.11.2022 | 09:51:15 | 575.000 | 18,3 | 10.522.500 | 9.775.000 |
28.11.2022 | 10:34:10 | 575.000 | 18,25 | 10.493.750 | 10.350.000 |
29.11.2022 | 10:45:50 | 575.000 | 18,25 | 10.493.750 | 10.925.000 |
29.11.2022 | 13:10:58 | 575.000 | 18,25 | 10.493.750 | 11.500.000 |
30.11.2022 | 10:36:11 | 1.150.000 | 17,85 | 20.527.500 | 12.650.000 |
1.12.2022 | 10:05:37 | 575.000 | 18,2 | 10.465.000 | 13.225.000 |
1.12.2022 | 10:26:43 | 575.000 | 18,2 | 10.465.000 | 13.800.000 |
2.12.2022 | 09:24:34 | 575.000 | 17,95 | 10.321.250 | 14.375.000 |
2.12.2022 | 11:03:55 | 575.000 | 17,95 | 10.321.250 | 14.950.000 |
5.750.000 | 104.103.750 | 14.950.000 |
Kaupin eru í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem hrint var í framkvæmd 16. nóvember 2022, sbr. tilkynningu á markað sama dag.
VÍS hefur keypt samtals 14.950.000 hluti í félaginu sem samsvarar 14,95% af þeim eigin hlutum sem að hámarki var heimilt að kaupa samkvæmt áætluninni. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals kr. 273.031.250. VÍS á nú samtals 14.950.000 hluti eða 0,85% af heildarhlutafé félagsins sem er 1.750.000.000.
Í endurkaupaáætluninni kemur fram að ekki verði keyptir fleiri en 100.000.000 hlutir. Framkvæmd endurkaupaáætlunar og tilkynningar um viðskipti með eigin bréf eru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.
