Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2022.
Lykiltölur rekstrar | 9M 2022 | 9M 2021 | |
Tekjur | 9.949 | 8.682 | |
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna | -2.660 | -2.529 | |
Stjórnunarkostnaður | -525 | -487 | |
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu | 6.764 | 5.666 | |
Matsbreyting fjárfestingareigna | 6.227 | 5.114 | |
Rekstrarhagnaður | 12.991 | 10.780 | |
Hrein fjármagnsgjöld | -8.963 | -4.826 | |
Heildarhagnaður | 3.743 | 4.615 | |
Hagnaður á hlut | 4,9 kr. | 5,9 kr. | |
NOI hlutfall | 64,5% | 58,5% | |
Stjórnunarkostnaðarhlutfall | 5,0% | 5,0% | |
Lykiltölur efnahags | 30.9.2022 | 31.12.2021 | |
Fjárfestingareignir | 172.768 | 168.147 | |
Handbært og bundið fé | 3.447 | 1.008 | |
Heildareignir | 177.981 | 171.124 | |
Eigið fé | 59.728 | 58.719 | |
Vaxtaberandi skuldir | 96.066 | 90.895 | |
Eiginfjárhlutfall | 33,6% | 34,3% | |
Skuldsetningarhlutfall | 57.5% | 55.9% | |
Lykiltölur fasteignasafns | 9M 2022 | 9M 2021 | |
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið) | 94,9% | 95,1% |
Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram. Hlutföll í rekstrarreikningi eru reiknuð sem hlutfall heildartekna.
Guðjón Auðunsson, forstjóri:
"Rekstur Reita gekk vel á fyrstu níu mánuðum ársins og afkoma er í takti við væntingar og áður útgefnar áætlanir.
Óútleigt húsnæði á fjórðungnum tengist að stórum hluta eignum í umbreytingarferli. Pósthússtræti 5 og 3ja hæð Kringlu eru dæmi um stór framkvæmdaverkefni sem er að ljúka, og fara að afla tekna.
Í upphafi fjórða ársfjórðungs festi félagið kaup á Lambhagavegi 7 í Reykjavík sem er vandað 4.200 fermetra lagerhúsnæði.
Umtalsverðar fjárfestingar eru fyrirhugaðar innan eignasafnsins á næstu misserum og árum, svo sem í Ármúla 7-9, við Laugaveg 176 og í Holtagörðum.
Uppgjör tímabilsins ber með sér áhrif aukinna leigutekna, hækkunar aðfanga og umtalsvert hærri fjármagnskostnaðar. Þá er skörp hækkun vaxta í haust farin að hafa áhrif á matsbreytingu fjárfestingareigna.”
Horfur ársins
Félagið áætlar að tekjur ársins verði á bilinu 13.250 - 13.400 m.kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu á árinu verði á bilinu 9.050 - 9.200 m.kr.
Eru þetta lítillega betri horfur um afkomu en áður höfðu verið gefnar út. Fyrri horfur gerðu ráð fyrir tekjum á árinu að fjárhæð 13.150 - 13.400 m.kr. og rekstrarhagnaði fyrir matsbreytingu á bilinu 8.900 - 9.150 m.kr.
Nánari upplýsingar og kynningarfundur
Reitir bjóða markaðsaðilum og fjárfestum á kynningarfund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 þriðjudaginn 15. nóvember n.k. á skrifstofu félagsins.
Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita reitir.is/fjarfestar.
Um Reiti
Reitir fasteignafélag er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis, sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 135 talsins, um 455 þúsund fermetrar að stærð.
Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Icelandair Group, Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg og Hotel Hilton Reykjavík Nordica ásamt Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Flugleiðahótel, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum.
Upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.
Viðhengi
