Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020, dags. 28. maí 2020. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði áður ógilt hluta ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins og lækkað upphaflegu sektina úr 500 m.kr. niður í 200 m.kr., sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 1/2020, dags. 13. janúar 2021. Með dómi Héraðsdóms er ákvörðunin, og þar með sektin, að öllu leyti felld úr gildi og mun Samkeppniseftirlitið endurgreiða Símanum 200 m.kr. með dráttarvöxtum.
Þessi dómur Héraðsdóms Reykjavíkur mun hafa áhrif á afkomu Símans þar sem endurgreiðsla frá Samkeppniseftirlitinu verður tekjufærð á fjórða ársfjórðungi. Áður birt EBITDA spá Símans fyrir árið 2022 var 5,8 – 6,1 milljarðar króna en m.t.t. niðurstöðu héraðsdóms er ný EBITDA spá Símans 6,0 – 6,3 milljarðar króna að teknu tilliti til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar veita:
Orri Hauksson, forstjóri Símans, orri@siminn.is.
Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, gudmundurjoh@siminn.is.
