Hagnaður af starfsemi RARIK nam 314 milljónum króna á fyrri helmingi ársins.
Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á fyrri hluta ársins 2022 nam 934 milljónum króna en var 1.107 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2021.
Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 1.250 milljónir króna á tímabilinu en þeir voru neikvæðir um 687 milljónir króna á fyrri hluta ársins 2021. Breyting skýrist að verulegu leyti af hækkun verðbóta.
Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets hf. voru jákvæð um 567 milljónir króna, samanborið við 467 milljónir króna á fyrri hluta ársins 2021.
Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður tímabilsins 314 milljónir króna samanborið við 803 milljónir króna á sama tímabili 2021.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 2.318 milljónir króna eða 27% af veltu tímabilsins, samanborið við að hann nam 30% af veltu á sama tímabili árið áður.
Hreint veltufé frá rekstri, fyrir vexti og skatta, var 2.277 milljón króna samanborið við 2.381 milljón króna á sama tímabili árið 2021.
Eignir RARIK samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2022 voru 83.539 milljónir króna en skuldir 29.495 milljónir króna. Eigið fé félagsins var því 54.044 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið um 65% og hækkaði lítillega á tímabilinu.
Fjárfestingar á árinu 2022 eru áætlaðar um 7 milljarðar króna en fjárfestingar fyrstu sex mánuði ársins námu um 2,2 milljörðum króna.
Gert er ráð fyrir að rekstur RARIK á árinu 2022 verði í járnum einkum vegna verðlagsáhrifa á verðtryggðar skuldir samstæðunnar. Gert er ráð fyrir að afkoma fyrir fjármagnsliði á seinni hluta ársins verði jákvæð í samræmi við áætlanir.
Árshlutareikningur RARIK ohf. er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.
Helstu stærðir samstæðureikningsins eru sýndar í meðfylgjandi töflu.
Jan-jún | Jan-jún | Jan-jún | Jan-jún | Jan-jún | Jan-jún | |||||||
2022 | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 | 2017 | |||||||
Rekstartekjur | 8.630 | 8.207 | 8.170 | 8.365 | 8.354 | 7.182 | ||||||
Rekstrargjöld | 7.636 | 7.100 | 7.131 | 6.749 | 6.643 | 6.115 | ||||||
Rekstrarhagnaður | 934 | 1.107 | 1.039 | 1.616 | 1.711 | 1.067 | ||||||
Hrein fjármagnsgjöld | -1.250 | -687 | -1.014 | -735 | -447 | -252 | ||||||
Áhrif hlutdeildarfélags | 567 | 467 | 404 | 538 | 373 | 257 | ||||||
Hagnaður fyrir skatta | 251 | 887 | 429 | 1.419 | 1.637 | 1.072 | ||||||
Tekjuskattur | 63 | -84 | -5 | -176 | -253 | -163 | ||||||
Hagnaður | 314 | 803 | 424 | 1.243 | 1.384 | 909 | ||||||
Eignir samtals | 83.539 | 77.919 | 69.450 | 67.530 | 63.939 | 57.010 | ||||||
Eigið fé | 54.044 | 49.876 | 45.894 | 42.732 | 38.961 | 36.077 | ||||||
Skuldir | 29.495 | 28.043 | 23.556 | 24.798 | 24.978 | 20.933 | ||||||
Handbært fé frá rekstri | 1.520 | 1.020 | 1.423 | 1.790 | 1.559 | 1.627 | ||||||
Greidd vaxtagjöld | 383 | 369 | 346 | 366 | 301 | 317 | ||||||
EBITDA | 2.318 | 2.453 | 2.256 | 2.715 | 2.659 | 1.975 | ||||||
Vaxtaþekja | 6,1 | 6,6 | 6,5 | 7,4 | 8,8 | 6,2 | ||||||
Eiginfjárhlutfall | 64,7% | 64,0% | 66,1% | 63,3% | 60,9% | 63,3% | ||||||
Árshlutareikningur RARIK fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2022 var samþykktur á fundi stjórnar þann 25. ágúst 2022.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri RARIK í síma 528 9000.
Viðhengi
