Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrri árshelming 2022.
Lykiltölur rekstrar | 6M 2022 | 6M 2021 |
Tekjur | 6.523 | 5.571 |
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna | -1.759 | -1.656 |
Stjórnunarkostnaður | -350 | -333 |
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu | 4.414 | 3.582 |
Matsbreyting fjárfestingareigna | 5.774 | 2.256 |
Rekstrarhagnaður | 10.188 | 5.838 |
Hrein fjármagnsgjöld | -5.745 | -3.391 |
Heildarhagnaður | 4.014 | 1.856 |
Hagnaður á hlut | 5,2 kr. | 2,4 kr. |
NOI hlutfall | 63,9% | 56,0% |
Stjórnunarkostnaðarhlutfall | 5,1% | 5,2% |
Lykiltölur efnahags | 30.6.2022 | 31.12.2021 |
Fjárfestingareignir | 171.522 | 168.147 |
Handbært og bundið fé | 1.995 | 1.008 |
Heildareignir | 175.393 | 171.124 |
Eigið fé | 60.033 | 58.719 |
Vaxtaberandi skuldir | 93.291 | 90.895 |
Eiginfjárhlutfall | 34,2% | 34,3% |
Skuldsetningarhlutfall | 56,3% | 55,9% |
Lykiltölur fasteignasafns | 6M 2022 | 6M 2021 |
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið) | 94,9% | 95,0% |
Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram og hlutföll í rekstrarreikningi eru reiknuð sem hlutfall heildartekna.
Guðjón Auðunsson, forstjóri:
„Rekstur Reita gengur vel og afkoma er í takti við væntingar og áður útgefnar áætlanir. Hækkandi verðlag er farið að setja svip sinn á bæði rekstur og efnahag. Nýtingarhlutfall eignasafnsins er um 97,5% af tekjuberandi eignum. Hlutfallið endurspeglar heilbrigða eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði á markaði. Jafnframt hefur innheimta verið góð undanfarna mánuði. Þá hefur fjöldi leigusamninga verið gerður síðustu misseri, bæði endurnýjanir og nýir samningar.
Fjárfesting innan eignasafnsins heldur áfram og eru miklar framkvæmdir yfirstandandi á þriðju hæð Kringlunnar. Verið er að endurnýja bíóið og setja upp lúxussal. Þá hafa verið gerðir samningar við nýja og vinsæla eldri veitingastaði á þriðju hæð Kringlunnar. Lítið hefur verið um nýfjárfestingar á fyrri hluta ársins en fjárfestingarmöguleikar eru stöðugt í skoðun.
Atvinnusvæðið í landi Blikastaða hefur fengið nafnið Korputún. Tillaga að deiliskipulagi var auglýst í byrjun sumars. Væntingar standa til þess að gatnagerð hefjist þar á næsta ári og uppbygging fljótlega í kjölfarið.“
Horfur ársins
Eftir fyrsta ársfjórðung voru horfur ársins hækkaðar og gert ráð fyrir að tekjur ársins 2022 yrðu á bilinu 13.000 til 13.250 m.kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu yrði á bilinu 8.750-9.000 m.kr. Gert er ráð fyrir því nú að tekjur ársins verði á bilinu 13.150 til 13.400 m.kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu verði á bilinu 8.900 til 9.150 m.kr.
Nánari upplýsingar og kynningarfundur
Reitir bjóða markaðsaðilum og fjárfestum á rafrænan kynningarfund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 þriðjudaginn 23. ágúst nk.
Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, eftir skráningu fá þátttakendur staðfestingarpóst með nánari upplýsingum. Hægt verður að bera upp spurningar á fundinum með skriflegum hætti.
Skráning á kynningarfundinn:
https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_Dpfm4USYTMedQdgCkPXc2w
Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, reitir.is/fjarfestar.
Um Reiti
Reitir fasteignafélag er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis, sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 135 talsins, um 455 þúsund fermetrar að stærð.
Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Icelandair Group, Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg og Hotel Hilton Reykjavík Nordica ásamt Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Flugleiðahótel, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum.
Upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.
Viðhengi
