Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf. var haldinn í Safnahúsinu í Neskaupstað 18. ágúst 2022 og með rafrænum hætti í gegnum vefstreymi.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi tillaga:
„Hluthafafundur haldinn 18. ágúst 2022 samþykkir að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út nýtt hlutafé í félaginu að nafnvirði kr. 145.939.748. Heimild stjórnar skal aðeins nýtt í tengslum við kaup Síldarvinnslunnar hf. á öllum hlutum í Vísi hf. í samræmi við undirritaða kaupsamninga þann 10. júlí 2022. Í kaupsamningi er miðað við meðalgengi síðustu fjögurra vikna fyrir dagsetningu kaupsamninga, sem er 95,93 en greiðsla nemur 70% af kaupverði og greiðist hækkun því að öllu leyti með hlutum í Vísi hf.
Hluthafar falla frá áskriftarrétti sínum að hlutafjáraukningunni í samræmi við ákvæði 3.mgr. 34. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Heimildin er veitt til 12 mánaða frá dagsetningu hluthafafundarins.
Stjórn félagsins er heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins í tengslum við nýtingu heimildarinnar.“
Tillagan var samþykkt með 89,51 % greiddra atkvæða en mætt var fyrir 89,54% hluthafa.
Verður tillagan tekin upp í samþykktir félagsins.
Stjórn Síldarvinnslunnar hf.
