Landsbankinn lauk í dag sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum til tveggja ára að fjárhæð 300 milljónir norskra króna. Gert er ráð fyrir að skuldabréfin fái lánshæfiseinkunnina BBB frá S&P Global Ratings. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 200 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í norskum krónum.

Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN-útgáfuramma bankans og er stefnt að töku skuldabréfanna til viðskipta á Euronext Dublin þann 12. ágúst 2022.

Umsjónaraðili sölunnar var Nordea.