Helstu niðurstöður


Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi:

„Reksturinn á öðrum ársfjórðungi gekk vel og umfram áætlanir okkar. N1 eykur veltu sína og afkomu verulega á milli ára með fjölgun erlendra ferðamanna og auknum umsvifum hjá stórum viðskiptavinum félagsins. Rekstur ELKO og Krónunnar var einnig góður á öðrum ársfjórðungi. Hækkun á eldsneyti og matvöru eykur fjárbindingu í birgðum verulega miðað við sama fjórðung í fyrra, sem er afleiðing stríðsreksturs í Úkraínu og alþjóðlegrar verðbólgu. Vegna betri reksturs og mati stjórnenda á horfum út árið þá hækkum við EBITDA spá ársins 2022 um 400 milljónir króna eða í 9.800 – 10.200 millj. kr.“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi.



Viðhengi