Vísað er til tilkynningar Kaldalóns frá 4. maí sl. Hluthafafundur verður haldinn miðvikudaginn 25. maí 2022, kl 17:00 í Kornhlöðunni, Bankastræti 2, 101 Reykjavík.

Stjórn Kaldalóns hf. hefur borist beiðni um að fá mál tekið til meðferðar á fundinum. Í samræmi við samþykktir félagsins á hluthafi rétt á því að taka ákveðið mál til meðferðar á þegar boðuðum hluthafafundi ef hann gerir skriflega eða rafræna kröfu um slíkt til stjórnar félagsins með það miklum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins.

Beiðni barst frá SKEL fjárfestingafélagi hf. um breytingu á lið 2.3 í samþykktum félagsins. Samkvæmt lið 2.3 í samþykktum Kaldalóns hf. er stjórn félagsins heimilt að hækka hlutafé þess um allt að 4.415.297.415 krónur að nafnvirði. Ákvæðið mælir svo fyrir um frekari reglur við slíka hækkun. Hluthafi hefur óskað eftir að á dagskrá hluthafafundar verði tekið til meðferðar mál sem felur í sér tillögu um breytingu á ákvæði liðar 2.3 þess efnis að stjórn Kaldalóns hf. verði heimilt að hækka hlutafé Kaldalóns um 7.000.000.000 að nafnvirði sem gilda skal til 25. maí 2027 í stað þeirra 4.415.297.415 að nafnvirði sem nú er.

Verði tillagan samþykkt mun liður 2.3 í samþykktum Kaldalóns eftirleiðis hljóða svo:

Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að 7.000.000.000 krónum – (sjö  milljarðar krónur) að nafnverði. Stjórn skal ákveða gengi nýrra hluta. Hækkunarheimild samkvæmt þessu gildir til 25. maí 2027. Hluthafar skulu ekki hafa forgangsrétt að nýjum hlutum, útgefnum samkvæmt ákvæði þessu, heldur skal stjórn heimilt að selja þá fjárfestum. Sömu ákvæði um réttindi hluta og kveðið er á um í þessum samþykktum að öðru leyti gilda um nýja hluti vegna þessarar hækkunar og bera nýir hlutir réttindi í félaginu frá og með ákvörðun stjórnar um útgáfu þeirra, þó aldrei fyrr en hlutir eru að fullu greiddir. Hina nýju hluti skal greiða fyrir með reiðufé, hlutafé og/eða með kröfum samkvæmt hvers konar skuldaviðurkenningum, þ.m.t. lánssamningum, eftir því sem stjórn ákveður hverju sinni. Stjórn félagsins er heimilt að breyta samþykktum þessum í samræmi við það sem leiðir af hlutafjárhækkun.

The Company's Board of Directors may increase the company's share capital by up to ISK 7,000,000,000 (seven billion kronas) at nominal value. The Board of Directors shall determine the exchange rates of new shares. The authorization according to this article applies until 25 May 2027. Shareholders shall not have priority rights over new shares, issued under this provision, but the Board shall be permitted to sell them to investors. The same provisions on the rights of shares stipulated in these Articles otherwise apply to new shares as a result of this increase and these new shares in the Company shall carry rights from the decision of the Board of Directors on their issuance, although never until the shares are fully paid. The new shares must be paid for by cash, equity and/or with claims under any debt recognition, including loan agreements, as determined by the Board at any given time. The Board of Directors may amend these Articles of Association in accordance with the resulting share capital increase.

Greinargerð hluthafa:

Í ljósi fyrirhugaðrar skráningar Kaldalóns á aðalmarkað Kauphallar Íslands er nauðsynlegt að stjórn félagsins hafi rúmar heimildir til að bregðast skjótt við komi upp tækifæri á markaði, til dæmis í því skyni að tryggja viðunandi vöxt og stærð félagsins. Við boðun hluthafafunda er ákveðin lögboðinn lágmarks boðunartími sem þarf að uppfylla. Frestur þess kann að vera hamlandi fyrir Kaldalón og með rúmri heimild stjórnar er félagið betur í stakk búið til að nýta sér þau tækifæri sem kunna að koma upp. Á hluthafafundi félagsins, 16. desember sl. var samþykkt að stjórn væri heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að 6 milljarða að nafnverði. Frá þeim tíma hefur stjórn félagsins nýtt sé um það bil 1,5 milljarða af heimildinni. Í ljósi þess að hluthafafundur hefur verið boðaður er lagt til að heimild stjórnar verði hækkuð að nýju.

Meðfylgjandi er uppfærð dagskrá hluthafafundar.


Viðhengi