Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2022 var samþykktur á stjórnarfundi þann 11. maí 2022.

  
Helstu niðurstöður: 

Heiðar Guðjónsson, forstjóri:

„Það er ánægjulegt að segja frá því að innri tekjuvöxtur er 14% á milli ára. Við höfum haldið aftur af rekstrarkostnaði, sem hækkar minna en verðlag, og því eykst rekstrarhagnaður af reglulegri starfsemi (EBIT) um 359 m.kr. Við skilum ríflega 200 m.kr. hagnaði af reglulegri starfsemi á fyrstu 3 mánuðum ársins.   

Vegna árstíðarsveiflu í rekstri fyrirtækisins eykst afkoman jafnan þegar líða tekur á árið. Ofan á það bætist fyrirsjáanlegur vöxtur í starfseminni vegna bættrar þjónustu, nýs vöruframboðs og uppbyggingar 5G og tengdrar tækni. Við erum því á góðri leið með að ná afkomu af reglulegri starfsemi upp í 100 m.kr. á mánuði að meðaltali yfir árið. Frjálst fjárflæði er einnig mjög sterkt og eykst um 603 m.kr. á tímabilinu.

Ýmsir þættir rekstrar sem fóru úr skorðum vegna COVID koma nú jákvæðir inn í rekstur þegar líða tekur á árið. Við sjáum strax aukningu tekna hjá Endor, aukningu í reiki, auk þess sem auglýsingasala er á góðri uppleið.

Hvað varðar fjölmiðlarekstur þá eru auglýsingar í fyrsta skipti uppseldar á Vísi á tímabili fyrsta ársfjórðungs. Útvarpsrekstur gengur vel og einnig er vöxtur í kringum sjónvarpsrekstur en erlendis hafa minni samkomutakmarkanir haft neikvæð áhrif á rekstur tengdum sjónvarpi.

Við skiluðum um 2 milljörðum til hluthafa á fyrsta fjórðungi ársins í gegnum endurkaup á eigin hlutabréfum og stefnum á að gera meira af því á þessu ári.

Eftir breytingar á lögum um upplýsingaskyldu skráðra félaga þá höldum við ekki sérstakan fund í kringum þetta uppgjör. Við verðum með ítarlegar kynningar í kringum hálfsárs- og ársuppgjör. Eins og áður er hægt að senda okkur spurningar eða óska eftir fundi.“

Viðhengi