Lánamál ríkisins vekja athygli á því að rafræn skráning nýs ríkisvíxlaflokks sem fyrirhugað er að bjóða út þann 30. maí nk. verður hjá Verðbréfamiðstöð Íslands hf. (VBM). Markaðsaðilar eru hvattir til að gera viðeigandi ráðstafanir tímanlega til að tryggja hnökralaust uppgjör viðskipta. Hefðbundin útboðstilkynning verður birt tveimur virkum dögum fyrir útboðið, þ.e. miðvikudaginn 25. maí nk.
