Í samræmi við 19. gr. laga um upplýsingaskyldu útgefanda verbréfa og flöggunarskyldu nr. 20/2021, um breytingu á hlutafé eða atkvæðisrétti útgefanda, tilkynnist hér með að heildarfjöldi hluta í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. er í dag, 30. nóvember 2021, kr. 1.267.617.016 að nafnverði og fylgir eitt atkvæði hverjum hlut í félaginu. Félagið á 35.961.856 eigin hluti. Vísað er til tilkynningar frá félaginu um lækkun hlutafjár og greiðslu vegna hlutafjárlækkunar frá 11. nóvember 2021.

Nánari upplýsingar veitir Andri Már Rúnarsson í síma 772-5590 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is