Niðurstöður hluthafafundar Sjóvá-Almennra trygginga hf. 2021
Hluthafafundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. var haldinn kl. 10:00 þann 19. október 2021 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108, Reykjavík.
Eftirfarandi eru niðurstöður fundarins:
1. Ákvörðun um tillögu stjórnar um heimild til handa stjórn til lækkunar hlutafjár:
Tillaga stjórnar Sjóvá-Almennra trygginga hf. um lækkun hlutafjár um kr. 66.489.362 að nafnverði var samþykkt. Felur það í sér breytingu á 4. grein í samþykktum félagsins þar sem hlutafé félagsins verður lækkað úr kr. 1.334.106.378 að nafnverði í kr. 1.267.617.016 að nafnverði.
2. Önnur mál löglega fram borin
Engin önnur mál voru tekin fyrir á fundinum.
Nánari upplýsingar veitir: Andri Már Rúnarsson, fjárfestatengill, í síma 772-5590 eða netfangið fjarfestar@sjova.is
