Lánasjóður sveitarfélaga efnir til útboðs í grænum skuldabréfaflokki, LSB280829 GB, miðvikudaginn 18. ágúst næstkomandi. Skuldabréfaflokkurinn verður óverðtryggður með föstum 4,0% ársvöxtum, í fyrsta skipti 29. ágúst 2022. Endurgreiðsla höfuðstóls verður öll 28. ágúst 2029. Lánasjóðurinn stefnir að því að taka tilboðum að fjárhæð 1.000 til 1.500 milljónum króna að nafnvirði en áskilur sér rétt til að hækka eða lækka útboðsfjárhæð útboðsins. Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður föstudaginn 27. ágúst 2021.
Verkefni sem fjármögnuð verða með grænum skuldabréfum þurfa að uppfylla þau skilyrði sem koma fram í grænni umgjörð Lánasjóðsins. Dæmi um verkefni eru: Vistvænar byggingar, umhverfisvænar samgöngur, endurnýjanleg orka, fráveitur og meðhöndlun aukaafurða (úrgangs). Nánari upplýsingar um græna skuldabréfaútgáfu Lánasjóðs sveitarfélaga má nálgast á vefsíðu sjóðsins: Græn skuldabréf
Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem verður tekið í flokknum. Lánasjóðurinn áskilur sér rétt til að taka eða afþakka hvaða tilboði sem er í heild eða að hluta.
Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu og fjárfestar skulu skila tilboðum fyrir klukkan 16:00 miðvikudaginn 18. ágúst 2021 á netfangið verdbrefamidlun@landsbankinn.is
Nánari upplýsingar veitir:
Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, í síma 515 4948 eða ottar@lanasjodur.is
Gunnar S. Tryggvason, Markaðsviðskipti Landsbankans, í síma 410 6709 eða gunnars@landsbankinn.is
