Þann 23. júlí 2021 birti Landsbankinn tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á tímabilinu 26. júlí 2021 til og með 9. ágúst 2021. Á endurkaupatímabilinu keypti Landsbankinn samtals 1.700.672 eigin hluti á genginu 11,3387, að kaupvirði 19.283.411 krónur.

Landsbankinn átti um 375,5 milljónir eigin hluti fyrir viðskiptin á endurkaupatímabilinu og að því loknu um 377 milljónir eigin hluti eða sem nemur um 1,57% af útgefnum hlutum í bankanum.

Endurkaup samkvæmt áætluninni gátu numið að hámarki samtals 57 milljónum hluta eða sem nam um 0,24% af útgefnu hlutafé.

Upplýsingar veita:

Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi, samskipti@landsbankinn.is

Hanna Kristín Thoroddsen, fjárfestatengsl, fjarfestatengsl@landsbankinn.is