Íslandsbanki hf. hefur gert samning um viðskiptavakt við Arion banka hf. á útgefnum hlutabréfum í Íslandsbanka hf. sem eru skráð á Nasdaq Iceland undir auðkenninu ISB. Samningurinn tekur gildi mánudaginn 5. júlí 2021.
Tilgangur samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf bankans á Nasdaq Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa bankans aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gegnsæjum hætti. Samningurinn er í samræmi við ákvæði 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.
Samningurinn kveður á um að fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki 225.000 bréf að nafnverði á gengi sem Arion banki hf. ákveður, þó ekki með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði, og hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern sé 1.250.000 hlutir að nafnverði.
Hámarksmunur kaup- og sölutilboða er 1.5%. Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 5% er Arion banka hf. heimilt að auka hámarksverðbil í 3%.
Nánari upplýsingar veita:
Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_ir
Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Markaðshlutdeild bankans er sterk og rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið á landinu og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra. Umhverfið sem bankinn starfar í er eftirsóknarvert og er Íslandsbanki vel í stakk búinn að takast á við tækifærin framundan með öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning. Íslandsbanki er með lánshæfismatið BBB/A-2 frá S&P Global Ratings.