Landsbankinn mun halda lokað útboð á sértryggðum skuldabréfum þriðjudaginn 8. Júní kl. 15:00. Boðinn verður til sölu einn óverðtryggður flokkur, LBANK CB 25.

Í tengslum við útboðið fer fram skiptiútboð þar sem eigendur óverðtryggða flokksins LBANK CB 21 eiga þess kost að selja bréf í flokknum gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði. Verð skuldabréfa í flokki LBANK CB 21 er fyrirframákveðið og er 101,729.

Áætlaður uppgjörsdagur er 15. júní 2021.

Lánshæfiseinkunn sértryggðra skuldabréfa Landsbankans er A- með stöðugum horfum samkvæmt mati S&P.

Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar í síma 410-7330 eða með tölvupósti, verdbrefamidlun@landsbankinn.is.