Hluthafafundur Íslandsbanka var haldinn í dag, miðvikudaginn 26. maí kl. 15.00, í höfuðstöðvum bankans að Hagasmára 3, 201 Kópavogi. Hallgrímur Snorrason, formaður stjórnar Íslandsbanka, setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

  1. Setning fundar
  2. Tillaga um ráðstöfun á hluta af listaverkasafni bankans til listasafna
  3. Tillaga um breytingar samþykktum bankans
  4. Tillaga um starfsreglur tilnefningarnefndar
  5. Önnur mál

Niðurstöður hluthafafundar

Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á heimasíðu bankans: https://www.islandsbanki.is/is/frett/hluthafafundur-islandsbanka

  1. Tillaga um ráðstöfun á hluta af listaverkasafni bankans til listasafna

Hluthafafundur samþykkti að bankinn gæfi 203 listaverk í eigu bankans til Listasafns Íslands eða viðurkenndra safna, skv. 10. gr. safnalaga 141/2011, í samráði við Listasafn Íslands. Verkin verði gefin með þeim skilmálum að bankinn hafi áfram í sínum vörslum þau 51 verk sem bankinn nýtir í starfsemi sinni. Um það verði gerður vörslusamningur milli bankans og Listasafns Íslands til fyrirfram skilgreinds tíma. Önnur verk, 152 talsins, verði gefin og afhent Listasafni Íslands eða öðrum viðurkenndum listasöfnum.

  1. Tillaga um breytingar á samþykktum bankans

Hluthafafundur samþykkti nýjar samþykktir fyrir bankann í samræmi við framlagða tillögu. Um heildarendurskoðun samþykkta bankans er að ræða.

  1. Tillaga um starfsreglur tilnefningarnefndar

Hluthafafundur samþykkti starfsreglur tilnefningarnefndar í samræmi við framlagða tillögu.

  1. Önnur mál

Engin önnur mál voru löglega borin upp á fundinum.

Önnur gögn frá hluthafafundi má finna á vefsíðu bankans: https://www.islandsbanki.is/is/vara/bankinn/adalfundir

Nánari upplýsingar veita:

Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_ir

Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Markaðshlutdeild bankans er sterk og rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið á landinu og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra. Umhverfið sem bankinn starfar í er eftirsóknarvert og er Íslandsbanki vel í stakk búinn að takast á við tækifærin framundan með öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning. Íslandsbanki er með lánshæfismatið BBB/A-2 frá S&P Global Ratings.

Viðhengi