Í viku 18 keypti Sjóvá 678.506 eigin hluti að kaupverði 22.190.346 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
03.05.202115:22:05                    32.000  32,801.049.600
04.05.202114:17:05                    154.90132,705.065.263
04.05.202114:17:06                      55.00032,701.798.500
04.05.202114:51:43436.60532,7014.276.984
Samtals                   678.506 22.190.346

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 31. mars 2021.

Sjóvá átti 13.732.786 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 14.411.292 eigin hluti eða sem nemur 1,08% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 6.095.058 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,46% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 198.908.316 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 17.006.802 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 1,90% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 500.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 10. mars 2022, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“

Nánari upplýsingar veitir:

Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is