Ólafur Njáll Sigurðsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála og þróunar frá árinu 2009, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. Ólafur hóf störf hjá Sjóvá á krefjandi tímum og hefur verið þátttakandi bæði í uppbyggingu og sókn félagsins á vátryggingamarkaði undanfarin ár þar sem rekstur félagsins hefur bæði vaxið og eflst. Ásamt starfi framkvæmdastjóra fjármála og þróunar hefur Ólafur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Sjóvá-Almennra líftrygginga frá árinu 2010. Er honum þakkað fyrir gott og ábyrgðarmikið starf hjá félaginu og um leið óskað velfarnaðar á þessum tímamótum. 

Sigríður Vala Halldórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Sjóvá og tekur sæti í framkvæmdastjórn. Sigríður Vala hefur starfað hjá Sjóvá síðastliðin 5 ár þar sem hún hefur gegnt stöðu forstöðumanns hagdeildar ásamt því að sitja í fjárfestinganefnd félagsins. Sigríður Vala starfaði á árunum 2008-2015 í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og hjá Creditinfo árin 2015-2016 sem forstöðumaður viðskiptastýringar. Sigríður Vala situr í stjórn HS Veitna hf. og SÝN hf. Sigríður Vala er með M.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá University of Minnesota og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur Sigríður Vala lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Skipuriti félagsins verður breytt samhliða breytingum á framkvæmdastjórn og tekur nýtt skipurit gildi frá og með deginum í dag sbr. meðfylgjandi viðhengi. Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá-Almennra trygginga mun ásamt því starfi tímabundið gegna starfi framkvæmdastjóra Sjóvá-Almennra líftrygginga.

Viðhengi