Lánasjóður sveitarfélaga ohf. hefur gengið frá samningum við aðalmiðlara í tengslum við útgáfu skuldabréfa Lánasjóðsins og viðskiptavakt á eftirmarkaði í flokkum LSS150224, LSS150434 og LSS151155. Markmiðið með samningunum er að styrkja aðgang Lánasjóðsins að lánsfé og efla verðmyndun á eftirmarkaði.

Frá 1. apríl 2021 hafa Arion banki hf, Íslandsbanki hf., Landsbankinn hf. og Kvika banki hf. heimild til að kalla sig "aðalmiðlara með skuldabréf Lánasjóðsins".

Helstu atriði samningsins eru:


SkuldabréfaflokkurTilboðsskylda (nafnv.)
LSS15022420 m.kr.
LSS15043440 m.kr.
LSS15115520 m.kr.

Nánari upplýsingar veitir:
Óttar Guðjónsson
Sími: 515 4949
Netfang: ottar@lanasjodur.is

Viðhengi