Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. verður haldinn 25. mars 2021 kl. 16:00 í salnum Norðurljósum í Hörpu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.

Framboðsfrestur til stjórnar Eikar fasteignafélags hf. rann út 18. mars kl. 16:00. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

- Bjarni Kristján Þorvarðarson

- Eyjólfur Árni Rafnsson

- Guðrún Bergsteinsdóttir

- Hersir Sigurgeirsson

- Kristín Friðgeirsdóttir

- Már Wolfgang Mixa

- Ragnheiður Harðar Harðardóttir

Stjórn hefur metið öll framboð til stjórnar gild, sbr. 63. gr. a. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórnin skipuð fimm mönnum.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur eru í viðhengi. Tillaga tilnefningarnefndar um stjórnarmenn fylgir einnig með.

Viðhengi