Reitir og Kvika banki hf. hafa gert breytingar á gildandi samningi um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af Reitum, sem tilkynnt var um í lok janúar 2020 og sjá má hér.
Breytingarnar felast í því að fjárhæð kaup- og sölutilboða verða að lágmarki 10.000.000 kr. að markaðsvirði, í stað 15.000.000 kr. áður og skuldbundin hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern skal samsvara 50.000.000 kr. að markaðsvirði í stað 75.000.000 kr. áður. Taka breytingar þessar gildi þann 4. mars nk.
Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416.
Reitir fasteignafélag hf.
Reykjavík, ICELAND
Reitir fasteignafélag hf. Logo
Formats available: