Þann 23. febrúar síðastliðinn tilkynnti Kvika banki hf. („Kvika“ eða „félagið“) að undirrituð hefði verið samrunaáætlun vegna fyrirhugaðs samruna Kviku, TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. Þar kom og fram að eftirfarandi fyrirvarar í samrunasamningi félaganna frá 25. nóvember sl. væru enn óuppfylltir:
Í dag, 26. febrúar 2021, tilkynnti FME Kviku þá niðurstöðu sína að eftirlitið teldi félagið hæft til að fara með eignarhald á virkum eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. Til viðbótar tilkynnti Samkeppniseftirlitið í dag um þá ákvörðun sína eftirlitið teldi ekki forsendur til að aðhafast vegna fyrirhugaðs samruna félaganna þriggja.
Kvika banki hf.
Reykjavik, ICELAND