Landsbankinn hf. tilkynnti í dag um niðurstöður endurkaupatilboðs sem birt var þann 16. febrúar 2021 til eigenda skuldabréfa í flokki EUR 500.000.000 1,625% á gjalddaga árið 2021 (ISIN: XS1490640288) (þar af eru EUR 200.000.000 útistandandi) þar sem bankinn bauðst til að kaupa skuldabréfin til baka gegn greiðslu reiðufjár. Endurkaupatilboðið byggði á skilmálum endurkaupatilboðs (e. tender offer memorandum) dagsettu 16. febrúar 2021.

Bankanum bárust gild tilboð að fjárhæð EUR 47.598.000 og voru þau öll samþykkt.

Nánari upplýsingar um niðurstöður endurkaupatilboðsins má finna í tilkynningu í írsku kauphöllinni (www.ise.ie) þar sem skuldabréfin eru skráð.