Lánasjóður sveitarfélaga hefur lokið endurfjármögnun á skuld Reykjanesbæjar við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) sbr. tilkynningu Lánasjóðsins í kauphöll þann 7. október 2020 og frétt frá sveitarfélaginu í dag: https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/rnb/frettir/reykjanesbaer-lykur-endurfjarmognun-a-skuld-vid-lsr

Skuldin við LSR var til 25 ára og bar 4,2% vexti auk verðtryggingar. Ljóst er að tekist hefur að lækka vexti umtalsvert og þar með fjármagnskostnað sveitarfélagsins næstu 15 árin.

Útgáfuáætlun Lánasjóðsins sem gefin var út í desember síðastliðnum er óbreytt. 

Nánari upplýsingar veitir:
Óttar Guðjónsson
Sími: 515 4900
T-póstur: ottar@lanasjodur.is