Sylvía Kristín Ólafsdóttir, stjórnarmaður í Símanum hf. hefur tilkynnt stjórn Símans hf. að hún óski eftir að fara úr stjórn félagsins vegna breytinga á starfsvettvangi. Sylvía hefur setið í stjórn Símans hf. frá 15. mars 2018 og þakkar félagið henni fyrir mikilsvert framlag sitt til fyrirtækisins undanfarin ár og um leið óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
Stjórn Símans hf. hefur ákveðið að fresta kjöri nýs stjórnarmanns til næsta aðalfundar í samræmi við ákvæði 2. mgr. 64. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995.
Síminn hf.
Reykjavik, ICELAND
Síminn hf. Logo
Formats available: