Fjárfestarnir sem Sýn hf. er í einkaviðræðum við hafa lokið áreiðanleikakönnun á óvirkum innviðum fjarskiptakerfis Sýnar.  Sú könnun styður að fullu helstu skilmála sem settir voru fyrir viðskiptunum eins og þeim var lýst í kauphallartilkynningu félagsins þann 23. október 2020.  Nú er hafin vinna að endanlegum frágangi samninga. Viðskiptin eru háð því að samkomulag náist milli aðila við skjalagerð og með fyrirvara um aðkomu eftirlitsstofnana