Lánasjóður sveitarfélaga hefur á árinu 2020 gefið út skuldabréf að fjárhæð 28,8 milljarða að markaðsvirði en Lánasjóðurinn gaf út í dag 2.000 m.kr. að nafnvirði í LSS150434. Fyrir liggur útgáfuáfuáætlun sjóðsins sem hljóðar upp á alls 25 til 30 ma.kr. í heild fyrir árið 2020. Lánasjóðurinn hækkar hér með útgáfuáætlun sína um 5 milljarða að markaðsvirði. Gert er því ráð fyrir að heildarútgáfa ársins nemi á bilinu 30 til 35 milljarðar að markaðsvirði.

Nánari upplýsingar veitir:
Óttar Guðjónsson
Sími: 515 4948
T-póstur: ottar@lanasjodur.is