Íslandsbanki hefur í dag gefið út fyrsta sjálfbæra skuldabréf bankans að fjárhæð 300 milljónir evra til 3 ára. Bréfið ber 0,5 % fasta vexti sem jafngildir 100 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum.
Útgáfan er jafnframt fyrsta sjálfbæra útgáfa íslensks banka og markar því mikil og ánægjuleg tímamót.
Viðtökurnar voru mjög góðar þar sem umframeftirspurn var rúmlega þreföld og seldist útgáfan til yfir 80 evrópskra fjárfesta.
Stefnt er að skráningu bréfanna í kauphöllina á Írlandi þann 20. nóvember 2020 og verður útgáfan gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans.
Andvirði útgáfunnar mun verða notað til lánveitinga sem uppfylla skilyrði sem sett eru fram í sjálfbærum fjármálaramma Íslandsbanka sem gefinn var út nýlega. Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu bankans: https://www.islandsbanki.is/is/vara/bankinn/fjarmognun-bankans
Umsjónaraðilar útboðsins voru ABN AMRO, Barclays, Goldman Sachs and UBS Investment Bank.
Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka
„Það er afar ánægjulegt að geta nú í fyrsta sinn boðið fjárfestum sjálfbær skuldabréf útgefin af Íslandsbanka.
Skuldabréfaútgáfan er mikilvægur þáttur í vegferð okkar að frekari sjálfbærni og byggir á sjálfbærum fjármálaramma sem bankinn gaf út nýlega.
Útgáfan hvetur vonandi fleiri útgefendur til að bæta enn frekar við úrval grænna og sjálfbærra fjárfestingarkosta.
Við erum ánægð með þessa miklu eftirspurn sem sýnir mikið traust fjárfesta til Íslandsbanka og íslensks efnahagslífs.‟
Nánari upplýsingar veita:
Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_ir
Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er leiðandi fjármálafyrirtæki á Íslandi með djúpstæðar rætur í íslenskri atvinnusögu sem nær yfir 145 ár. Markaðshlutdeild bankans var á bilinu 25-40% á innanlandsmarkaði í árslok 2019. Með hlutverkið „saman erum við hreyfiafl til góðra verka svo að þú náir árangri” og framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjú viðskiptasvið þétt saman til þess að tryggja góð sambönd við viðskiptavini bankans.
Til að koma enn betur til móts við síbreytilegar þarfir viðskiptavina hefur Íslandsbanki þróað margvíslegar stafrænar lausnir svo sem app Íslandsbanka og Kass. Á sama tíma rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið með 14 útibú staðsett á lykilstöðum um land allt. Íslandsbanki hefur BBB/A-2 lánshæfismat frá S&P Global Ratings. www.islandsbanki.is
Fyrirvari
Framangreind fréttatilkynning gæti vísað til spár um framtíðarhorfur sem er háð áhættu- og óvissuþáttum og getur þýtt að raunverulegur árangur verði umtalsvert frábrugðinn því sem spáð er í þessari fréttatilkynningu. Íslandsbanki hf. hefur ekki skyldu til að, og mun ekki, uppfæra þessar spár um framtíðarhorfur félagsins til að endurspegla atburði og aðstæður sem eiga sér stað eftir útgáfu þessarar fréttatilkynningar. Það er ábyrgð fjárfestis að reiða sig ekki seinna meir á spár um framtíðarhorfur sem eru settar fram í þessari fréttatilkynningu þar sem þær eiga eingöngu við á þeim tíma sem hún er gefin út. Spár um framtíðarhorfur gefa ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og eru allar yfirlýsingar um framtíðarhorfur félagsins fullgildar í heild sinni með tilliti til þessa fyrirvara.
Islandsbanki hf.
Kópavogur, ICELAND
Islandsbanki hf. Logo
Formats available: