Í 44. viku 2020, keypti félagið 2.500.000 eigin hluti fyrir 19.825.000 kr. eins og hér segir:

DagsetningTímasetning viðskiptaKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
29.10.202009:431.500.0007,9511.925.000
30.10.202014:111.000.0007,97.900.000
 

Samtals
 2.500.000 19.825.000

Um er að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins, sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 8. október 2020. Markmið áætlunarinnar er að lækka útgefið hlutafé félagsins.

Skeljungur hefur nú keypt samtals 19.000.000 hluti í félaginu sem samsvarar 60,55% af þeim eigin hlutum sem að hámarki verður keypt fyrir samkvæmt núgildandi áætlun. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals 151.382.500 krónum. Skeljungur átti áður en fyrrnefnd áætlun hófst 24.820.946 eigin hluti í félaginu eða sem samsvarar 1,25% af útgefnu hlutafé.

Skeljungur á nú samtals 43.820.946 hluti, eða um 2,21 % af heildarhlutafé félagsins.

Samkvæmt endurkaupaáætluninni má heildarkaupverð ekki vera hærra en kr. 250.000.000, með þeim fyrirvara að félagið ásamt dótturfélögum þess mega mest eiga 10% hlutafjár þess. Endurkaupaáætlunin verður í gildi fram að aðalfundi félagsins 2021, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við lög nr. 2/1995 um hlutafélög og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, fjarfestar@skeljungur.is,

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/