Á aðalfundi Sjóvá-Almennra trygginga hf. sem haldinn var þann 12. mars sl. var samþykkt breytingartillaga stjórnar um að ákvörðun um arðgreiðslu yrði frestað að sinni í ljósi þeirra aðstæðna sem væru uppi í þjóðfélaginu vegna COVID-19 veirunnar. Með því gæfist betri tími til að meta stöðu mála og að taka ákvörðun á traustum grunni. Var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Á fundi stjórnar félagsins í dag var tekin ákvörðun um að stjórn legði til við hluthafafund að ekki verði greiddur út arður vegna rekstrarársins 2019. Er sú ákvörðun byggð annars vegar á þeirri óvissu sem enn er til staðar í þjóðfélaginu og hins vegar á tilmælum EIOPA (The European Insurance and Occupational Pensions Authority) um að vátryggingafélög fresti arðgreiðslum og/eða endurkaupum eigin hluta til þess að viðhalda góðri eiginfjárstöðu.
Boðað verður til hluthafafundar á næstu dögum sem fyrirhugað er að halda þann 25. nóvember nk.
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Reykjavík, ICELAND
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Logo
Formats available: