Lánasjóður sveitarfélaga ohf. hefur á fyrstu 9 mánuðum ársins 2020 veitt langtímalán til sveitarfélaga að fjárhæð 19,0 milljarða króna. Fjárþörf sveitarfélaga hefur aukist vegna COVID-19 faraldursins og búast má við útlánaaukningu hjá Lánasjóðnum á árinu af þeim sökum. Lánasjóðurinn hefur metið aukna fjárþörf sveitarfélaga vegna faraldursins á bilinu 40 til 50 milljarðar á árunum 2020 og 2021.
Yfirlit yfir veitt útlán síðustu ára:
Ár | Veitt útlán |
2015 | 7,5 ma.kr. |
2016 | 6,6 ma.kr. |
2017 | 9,5 ma.kr. |
2018 | 31,4 ma.kr. |
2019 | 17,2 ma.kr. |
Lánasjóðurinn vísar í tilkynningar sínar til kauphallar þann 1. apríl og 8. maí 2020 þar sem áætlun um útgáfu skuldabréfa var uppfærð í ljósi aðstæðna. Upprunaleg útgáfuáætlun gerði ráð fyrir 14 til 18 milljörðum króna skuldabréfaútgáfu fyrir árið 2020 en núverandi áætlun gerir ráð fyrir að skuldabréfaútgáfan nemi á bilinu 25 til 30 milljarðar. Lánasjóðurinn sér ekki ástæðu til að breyta þeirri áætlun að svo stöddu en skuldabréfaútgáfa nam 18,6 milljörðum á fyrstu 9 mánuðum ársins.
Nánari upplýsingar veitir:
Óttar Guðjónsson
Sími: 515 4949
T-póstur: ottar@lanasjodur.is
Lánasjóður sveitarfélaga ohf
Reykjavík, ICELAND
Lánasjóður sveitarfélaga ohf Logo
Formats available: