Heimavellir hf.
Fréttatilkynning 14. ágúst 2020
Drög að uppgjöri Heimavalla hf. á fyrri árshelmingi 2020 liggja fyrir. Enn er unnið að lokafrágangi uppgjörsins en kannaður árshlutareikningur verður birtur 20. ágúst nk.
Helstu atriði:
Starfsemi
Á fyrstu mánuðum ársins hefur rekstur félagsins í megin atriðum verið í samræmi við áætlanir. Félagið fann fyrir áhrifum Covid-19 faraldursins á 2. ársfjórðungi 2020 með þeim hætti að vannýtingarhlutfall jókst á fjórðungnum og var 6,2% af tekjum samanborið við 5,2% á 1. ársfjórðungi.
Félagið Fredensborg ICE ehf. átti í júnílok 99,45% af útgefnu hlutafé félagsins að teknu tilliti til eigin bréfa.
Nánari upplýsingar veitir:
Arnar Gauti Reynisson framkvæmdastjóri,
gauti@heimavellir.is s. 860 5300