Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir afkomu annars ársfjórðungs ársins 2020 miðvikudaginn 19. ágúst nk., eftir lokun markaða.
Fjárfestafundur og beint streymi frá fundinum 19. ágúst kl. 16:15
Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund 19. ágúst kl. 16.15 þar sem Hermann Björnsson forstjóri mun kynna afkomu félagsins á öðrum ársfjórðungi og fyrstu sex mánuðum ársins. Fundurinn fer fram í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð. Fyrirkomulag fundarsins verður í takt við gildandi sóttvarnarreglur. Fundinum verður streymt beint á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-f2-2020/ og vilji aðilar bera upp spurningar sem tengjast uppgjörinu má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is á meðan á útsendingu stendur og verður þeim svarað í lok fundarins.
Kynning á uppgjörinu verður aðgengileg á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningarfundurinn hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.