Helstu niðurstöður
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi:
„Við erum að berjast saman í gegnum heimsfaraldur og í því ljósi erum við mjög ánægð með niðurstöðu annars ársfjórðungs 2020, sem var í takt við okkar væntingar. Öflugt starfsfólk sem stendur vaktina með okkur alla daga á stóran þátt í að rekstur félagsins gekk vel og vil ég þakka því sérstaklega. Um 15% söluaukning var í Krónunni og ELKO á milli ára og rekstur N1 er ásættanlegur þrátt fyrir minni umferð, fækkun ferðamanna og minni umsvif í sjávarútvegi. Kaup okkar á Íslenskri orkumiðlun og Ísey Skyr Bar munu styrkja okkur enn frekar til að sækja fram. Við erum með 35,5% eiginfjárhlutfall og sterkt sjóðstreymi. Horfur í rekstrinum eru góðar og félagið vel í stakk búið til að takast á við verkefnin framundan“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi.
Nánari upplýsingar er að finna í afkomutilkynningu í viðhengi.
Attachments