Eik fasteignafélag hf., kt. 590902-3730, Sóltúni 26, 105 Reykjavík, hefur birt uppfærða verðbréfalýsingu fyrir skuldabréfaflokkinn EIK 050726, dags. 16. júlí 2020. Lýsingin er staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.
Uppfærð verðbréfalýsing er birt í tengslum við stækkun skuldabréfaflokksins, sbr. tilkynningu útgefanda í kauphöll 1. júlí 2020, sem tekinn var til viðskipta 25. júní 2020. Lýsingin er í viðhengi og á heimasíðu útgefanda, www.eik.is/fjarfestar. Gögnin má nálgast á skrifstofu félagsins í Sóltúni 26 í Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, á netfanginu lydur@eik.is eða í síma 820-8980.