Eik fasteignafélag hf., kt. 590902-3730, Sóltúni 26, 105 Reykjavík, hefur birt verðbréfalýsingar fyrir skuldabréfaflokkana EIK 050726 og EIK 050749 auk útgefandalýsingar, allar dagsettar 24. júní 2020. Lýsingarnar eru staðfestar af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

Íslandsbanki hf. hafði umsjón með því ferli að fá lýsingarnar staðfestar hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og töku skuldabréfaflokkanna til viðskipta. Lýsingarnar eru hér meðfylgjandi og má einnig finna á heimasíðu útgefanda, www.eik.is/fjarfestar. Gögnin má nálgast á skrifstofu félagsins í Sóltúni 26 í Reykjavík. Skuldabréfaflokkanir voru teknir til viðskipta 25. júní 2020.

Nánari upplýsingar veitir Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, á netfanginu lydur@eik.is eða í síma 820-8980.

Viðhengi