Samsett hlutfall* í maí var 103,1% og hafði eitt ábyrgðartjón áhrif til hækkunar um rúmlega 8%. Eins og áður hefur komið fram er félagið að draga sig úr erlendri starfsemi en skuldbindingar vegna þeirrar starfsemi hafa haft umtalsverð áhrif til hækkunar á hlutfallinu í fjórðungnum.

Samsett hlutfall það sem af er ári er 118,4% og samsett hlutfall síðustu 12 mánaða er 106,1%. Matsbreytingar eldri slysatjóna og stærri munatjóna ásamt styrkingu tjónaskuldar höfðu veruleg neikvæð áhrif á fyrsta fjórðunginn.

Gert er ráð fyrir því að samsett hlutfall ársins verði á bilinu 102% - 105% sem er óbreytt frá afkomutilkynningu uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2020.

VÍS greiddi viðskiptavinum sínum rúman 1,4 milljarð í tjónabætur** í maí og hefur greitt viðskiptavinum sínum rúma 7,5 milljarða króna í tjónabætur það sem af er ári.

Ávöxtun fjárfestingaeigna í maí var 1,7% en ávöxtun frá áramótum er 2,9%

Næsta tilkynning um samsett hlutfall og ávöxtun fjáreigna (fyrir júní) verður birt í tengslum við uppgjör annars ársfjórðungs sem verður birt þann 20. ágúst nk., að öllu öðru óbreyttu.

*Samsett hlutfall er tjónakostnaður, endurtryggingakostnaður og rekstrarkostnaður af vátryggingastarfsemi sem hlutfall af iðgjöldum tímabilsins samkvæmt leiðbeinandi tilmælum Seðlabanka Íslands, fjármálaeftirlits nr. 1/2020.
**Hafa skal í huga að tjónakostnaður tryggingafélaga getur sveiflast á milli mánaða.

Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5260 eða með netfanginu erlat@vis.is