Upplýsingar úr fjárfestakynningu

Í dag, þann 16. júní 2020, klukkan 9:00, verður haldinn upplýsingafundur með hlutdeildarskírteinishöfum í Almenna leigufélaginu eignarhaldssjóði (ALE), eiganda alls hlutafjár í Almenna leigufélaginu ehf. Á fundinum verður farið yfir ársuppgjör Almenna leigufélagsins ehf. fyrir árið 2019 sem var birt þann 30. mars 2020, auk þess sem stjórnendur munu kynna stöðu félagsins í dag, þær aðgerðir sem gripið var til í kjölfar á Covid-19 og horfur í rekstri félagsins. Á fundinum verða birtar eftirfarandi upplýsingar um rekstur og stöðu Almenna leigufélagsins.

Ofangreindar upplýsingar eru veittar í því skyni að stuðla að ríkri upplýsingagjöf til markaðarins, en með tilkynningu þessari er gengið lengra í slíkri upplýsingagjöf en skylt er samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Nánari upplýsingar veitir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, í síma 774 0604.