Í viku 23 keypti Marel hf. 1.173.792 eigin hluti að kaupverði 829.341.920 kr. eins og nánar er tilgreint hér á eftir:
Dagsetning | Tími | Keyptir hlutir | Viðskiptaverð (gengi) | Kaupverð (kr) |
2.6.2020 | 13:16 | 40 | 700 | 28.000 |
2.6.2020 | 14:26 | 100.000 | 710 | 71.000.000 |
2.6.2020 | 14:37 | 100.000 | 710 | 71.000.000 |
2.6.2020 | 15:11 | 80.000 | 710 | 56.800.000 |
2.6.2020 | 15:16 | 10.000 | 705 | 7.050.000 |
3.6.2020 | 09:50 | 50.000 | 712 | 35.600.000 |
3.6.2020 | 10:00 | 44.000 | 712 | 31.328.000 |
3.6.2020 | 10:29 | 36.000 | 712 | 25.632.000 |
3.6.2020 | 10:36 | 50.000 | 713 | 35.650.000 |
3.6.2020 | 10:53 | 30.000 | 714 | 21.420.000 |
3.6.2020 | 11:58 | 50.000 | 714 | 35.700.000 |
3.6.2020 | 13:41 | 50.000 | 714 | 35.700.000 |
3.6.2020 | 14:30 | 3.752 | 710 | 2.663.920 |
4.6.2020 | 09:37 | 50.000 | 700 | 35.000.000 |
4.6.2020 | 10:08 | 50.000 | 698 | 34.900.000 |
4.6.2020 | 10:09 | 10.000 | 696 | 6.960.000 |
4.6.2020 | 11:46 | 50.000 | 695 | 34.750.000 |
4.6.2020 | 14:07 | 50.000 | 695 | 34.750.000 |
4.6.2020 | 14:50 | 50.000 | 697 | 34.850.000 |
5.6.2020 | 10:21 | 50.000 | 705 | 35.250.000 |
5.6.2020 | 11:19 | 25.000 | 703 | 17.575.000 |
5.6.2020 | 11:23 | 50.000 | 703 | 35.150.000 |
5.6.2020 | 12:47 | 50.000 | 703 | 35.150.000 |
5.6.2020 | 13:57 | 100.000 | 707 | 70.700.000 |
5.6.2020 | 14:24 | 25.000 | 707 | 17.675.000 |
5.6.2020 | 15:11 | 10.000 | 706 | 7.060.000 |
Samtals | 1.173.792 | 829.341.920 |
Um er að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 10. mars 2020 og var gerð í samræmi við þágildandi heimild aðalfundar Marel hf. þann 6. mars 2019 til kaupa á eigin bréfum, sem endurnýjuð var á aðalfundi félagsins þann 18. mars 2020.
Marel hf. átti 21.017.967 eigin hluti fyrir viðskiptin og átti að þeim loknum 22.191.759 eigin hluti eða sem nemur 2,88% af útgefnum hlutum í félaginu.
Marel hf. hefur keypt samtals 13.442.945 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 1,74% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 8.006.300.261 kr.
Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 25.000.000 hlutum eða sem nemur 3,2% af útgefnum hlutum í félaginu. Endurkaupaáætlunin er í gildi á tímabilinu 11. mars 2020 til og með 4. september 2020.
Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995, lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 2016/1052.
Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita Fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið:IR@marel.com og í síma +354 563 8001.
Um Marel
Marel er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá félaginu starfa um 6.300 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Marel velti um 1,3 milljarði evra árið 2019 en árlega fjárfestir Marel um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið hefur verið skráð í Kauphöll Íslands síðan árið 1992 og var lokið við tvíhliða skráningu í Euronext Kauphöllina í Amsterdam í júní 2019.