Þann 12. mars síðastliðinn barst Kaldalóni hf. tilkynning frá Arion banka hf., sem sinnir viðskiptavakt með hlutabréf Kaldalóns hf. Í tilkynningu Arion banka kom fram að bankinn myndi beita heimild í samningi um að víkja frá skilyrðum samnings um verðbil og fjárhæðir vegna óvenjulegs ástands á markaði. Í tilkynningu sem Kaldalóni hf. barst í dag frá Arion banka hf. er ekki lengur fyrir hendi þörf á að beita umræddri heimild vegna óviðráðanlegra atvika og gilda því ákvæði samningsins um verðbil og fjárhæðir að nýju.