Heimavellir hf.
Fréttatilkynning 7. maí 2020
Heimavellir: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2020
Helstu atriði:
Starfsemi og horfur
Á fyrstu mánuðum ársins hefur rekstur félagsins í megin atriðum verið í samræmi við áætlanir. Samhliða minnkandi eignasafni undanfarin misseri hefur félagið gripið til hagræðingaraðgerða sem munu skila sér á þessu ári.
Óljóst er hvaða áhrif Covid-19 faraldurinn mun hafa á rekstur og eignasafn félagsins til skemmri eða lengri tíma. Félagið býr að því að vera með dreift eignasafn og góða lausfjárstöðu. Afkoma ársins mun ráðast af því hvernig faraldurinn þróast á næstu mánuðum og áhrifum hans á íslensk efnahagslíf.
Félagið Fredensborg ICE ehf. átti í marslok 73,94% af útgefnu hlutafé félagsins. Þann 6. apríl síðastliðinn birti Fredensborg ICE ehf. yfirtökutilboð í útistandandi hlutabréf félagsins. Tilboðið gildir í 10 vikur og rennur út þann 15. júní næstkomandi. Verðið í yfirtökutilboðinu er 1,50 kr. fyrir hvern hlut í Heimavöllum hf. Eftir uppgjör tilboðsins hyggst Fredensborg ICE ehf. afskrá hlutafé Heimavalla hf. af skipulögðum verðbréfamarkaði.
Stjórn Heimavalla hefur orðið við beiðni Fredensborg ehf. um hluthafafund. Fundur hefur verið boðaður þann 14. maí kl. 15:00. Fyrir fundinum liggja þrír dagskrárliðir. Fyrst er breyting á samþykktum félagsins sem miðar að því að fækka stjórnarmönnum úr þrjá í fimm. Næsti dagskrárliður er stjórnarkjör og að því loknu verða önnur mál tekin fyrir.
Nánari upplýsingar veitir:
Arnar Gauti Reynisson framkvæmdastjóri,
gauti@heimavellir.is s. 860 5300
Viðhengi