Samkvæmt drögum að stjórnendauppgjöri fyrir ársfjórðung 2020 lítur út fyrir að EBITDA sé á bilinu 9.0-9.5 milljónir evra samanborið við 13.2 milljónir evra á síðasta ári (5,0-5,5 milljónir evra samanborið við 10,6 milljónir evra án áhrifa IFRS 16). Rekstrarniðurstaða á fyrsta ársfjórðungi í fyrra var mjög góð og þrátt fyrir að ekki hafi verið búist við sambærilegri niðurstöðu á fyrsta fjórðungi þessa árs, þá er hún samt undir væntingum.

Rekstur fyrsta ársfjórðungs þessa árs var nokkuð sveiflukenndur eins og tilkynnt var fyrr á árinu þegar afkomuspá félagsins var afnumin. Janúar fór ágætlega af stað, febrúar var hins vegar talsvert undir áætlun en mars í takti við væntingar. Magn í siglingakerfum félagsins var 5.0% minna en á sama tímabili síðasta árs. Þrátt fyrir að innflutningsmagn til Íslands hafi verið lægra en síðasta ár var það engu að síður í takti við væntingar. Hins vegar var útflutningsmagn frá Íslandi og Færeyjum töluvert undir væntingum sem skýrist einna helst með minni veiðum og minni útflutningi á ferskum laxi  vegna minna flutningsframboðs í fraktflugi til Kína vegna COVID-19. Að auki var einskiptiskostnaður vegna afhendingar á frystiflutningsskipum í Noregi, sem seld voru í lok síðasta árs,  töluvert hærri en gert var ráð fyrir. Magn í flutningsmiðlun minnkaði um 7% milli fjórðunga. Frystiflutningsmiðlun hélt ágætlega þrátt fyrir áskoranir tengdum búnaði, minnkun á flutningsgetu hjá stóru alþjóðlegu skipafélögunum og vegna stíflu í gámaflæði í Kína vegna COVID-19.

Ráðist hefur verið í ýmsar hagræðingaraðgerðir það sem af er ári

Fyrirtækið hefur stigið mörg skref á vegferð sinni að hagræða og samþætta í rekstri. Helstu aðgerðir sem ráðist hefur verið í á árinu til þessa eru:

Heildaráhrif COVID-19 faraldursins á alþjóðahagkerfið, þar með talið landanna við Norður-Atlantshaf þar sem lykilmarkaður félagsins er, eiga eftir að koma að fullu í ljós.

Fyrirtækið hefur orðið fyrir beinum kostnaðaráhrifum vegna COVID-19 t.d. kostnaði vegna seinkunar á afhendingu á Dettifossi, áskorunum og auknum kostnaði við afhendingu á Goðafossi og Laxfossi til nýs eiganda og auk kostnaðar tengdum ýmsum aðgerðum sem félagið hefur ráðist í til að tryggja öryggi og heilsu starfsmanna og til að halda flutningakeðjunni gangandi og þjónustu við viðskiptavini.

Eimskip vinnur enn að uppgjöri fyrsta ársfjórðungs og afkoman getur tekið breytingum í uppgjörsferlinu.

Afkoma félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung verður birt þann 19. maí.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-3399 eða á investors@eimskip.is.